Sjúkdómur: Skarlatssótt

Hvað er skarlatssótt? Skarlatssótt lýsir sér í útbrotum sem myndast í tengslum við hálsbólgu. Þetta orsakast af ákveðinni bakteríutegund s.k. streptókokkum (keðjukokkum). Sjúkdómurinn er algengastur hjá börnum, en getur einnig komið fram hjá fullorðnum. Einkenni sjúkdómsins eru útbrot og rauð tunga, sem minnir einna helst á jarðaber í útliti, þ.e. …

Sjúkdómur: Botnlangabólga

Hvað er botnlangi? Botnlangi er um það bil 7 cm löng tota úr eitilríkum vef. Hann tengist inn í botnristilinn (cecum) sem er fyrsti hluti digurgirnis. Hvað er botnlangabólga? Innan á slímhúðaryfirborði botnlangans sitja m.a. frumur sem framleiða slím. Við eðlilegar aðstæður fer slímið inn í botnristilinn. Þegar hindrun verður …

Sjúkdómur: Þvagsýrugigt

Hvað er þvagsýrugigt? Þvagsýrugigt er gigtarsjúkdómur, sem leggst oft á einn lið í einu og er þá oftast um að ræða smáliði á neðri útlimnum. Oftast verður stóra táin fyrir barðinu. Táin bólgnar og verður rauð og aum, svo aum að minnsta hreyfing getur valdið gífurlegum sársauka. Hvað veldur þvagsýrugigt? …