Grein: Skimun fyrir lungna­krabba­meini

Slík mein eru annaðhvort annað eða þriðja algengasta mein karla og kvenna hérlendis og eru í meirihluta tilfella tengd reykingasögu einstaklings. Það liggja nú fyrir óyggjandi gögn um að það sé bæði skynsamlegt og þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir lungnakrabbameini. Á Íslandi greinast að meðaltali síðustu árin um 170 einstaklingar …

Grein: Jólin mín og jólin þín

Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allann bæ, fólk að …

Lífstíll: B12 vítamínskortur

Hvað er blóðleysi vegna skorts á B12 vítamíni? Blóðleysi er af völdum skorts á rauðum blóðkornum. Hlutverk þeirra er að taka upp súrefni í lungunum og skila því til frumna líkamans. B12 er nauðsynlegt til framleiðslu rauðu blóðkornanna sem og í taugakerfinu en B12 skortur getur leitt til óþæginda frá …

Grein: Frjósemi kvenna og fæðingartíðni

Það er talsverð umræða um það í vestrænum heimi að samsetning þjóða er að breytast, fjölgun aldraðra er þar hluti af því sem nefnt er og lækkandi fæðingartíðni kvenna almennt. Slíkt hið sama á einnig við á Íslandi. Frjósemi er mæld sem fjöldi lifandi fæddra barna á æviskeiði konu og …

Grein: Eru andoxarar lykill að langlífi

Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkamanum myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radikalar eða sindurefni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu magni og að þau eigi að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar. Sérstaklega hefur það verið rætt að …

Grein: Matarvenjur og sóun

Matarvenjur barna og sóun Uppeldi barna er mikil áskorun fyrir alla sem að því verkefni koma og er um margt að hugsa í því samhengi. Það er mikilvægt að horfa á sem flesta þætti í þeirri viðleitni að hjálpa börnum að þroskast og eldast með eðlilegum hætti og verða að …

Grein: Eyrnabólga

Hvað er miðeyrnabólga? Miðeyrnabólga er bólga í slímhimnu miðeyrans af völdum bakteríu- og/eða veirusýkingar. Hún er mun algengari hjá börnum en fullorðnum og er oftast  kölluð eyrnabólga í daglegu tali. Miðeyrað er loftfyllt holrúm á milli hljóðhimnunnar og innra eyrans. Kokhlustin er loftrás sem liggur á milli miðeyrans og nefkoksins …

Grein: Skammdegið og líðan

Það er ljóst að vetur konungur er farinn að banka á dyrnar, birtuskilyrði eru minni og það er ákveðinn andi í loftinu. Hann segir manni, jæja þá er að undirbúa sig vel fyrir veturinn. Þetta er yfirleitt skemmtilegur tími og það er mikið að gera. Verkefni í skóla og atvinnulífi …

Grein: Baktal og þursabit

Þegar maður veltir fyrir sér merkingu orða og tengingu þeirra við sjúkdóma getur verið skemmtilegt að tengja saman hin ýmsu orð og einkenni. Læknar þekkja það býsna vel að ein algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingur leitar til þeirra er vegna bakvandamála. Mætti segja í gamni að þá hæfist í …

Grein: Skiptir maturinn máli?

Við eyðum töluverðum tíma á hverjum degi í að hugsa um mat, ákveða hvað skuli snæða og svo auðvitað að borða matinn sjálfan. Þetta eru lífsnauðsynlegir hlutir, sumir njóta þess að spekulera í mat og drykk, aðrir vilja helst klára þetta sem fyrst svo þeir geti farið að gera eitthvað …

Grein: Streita og veikindi

Orðið streita þekkja flestir og við höfum fengið að heyra af því á undangengnum árum að hún valdi hinum ýmsu kvillum og oftar en ekki er neikvæður tónn í umræðunni þegar hún er rædd. Það má þó ekki gleyma því að streitan er nauðsynleg líka og holl að vissu marki. …

Grein: Veikindi barns

  „Lítill rúmlega 1 árs pjakkur er lasinn og með háan hita, rúmlega 39 stig, lítið kvefaður og einstaka hóstakjöltur, þetta byrjaði allt saman snemma morguns. Móðirin óskar eftir því að láta lækni skoða drenginn þar sem hún hefur áhyggjur og hringir í símatíma, þar fær hún þau svör að …

Grein: Blautar Brækur

Mamman kallar á 10 ára dóttur sína sem hoppar á trampólíninu að koma nú inn að borða, „meira hvað barnið getur skoppað þetta fram og til baka án þess að lenda í vandræðum“. Ekki myndi hvarfla að mömmunni að gera þetta í dag, hún myndi örugglega missa það í brækurnar …

Grein: Einstaklingsbundið mataræði

Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð …

Grein: Andfúli karlinn

Ég man eftir því þegar ég var í skóla sem gutti að einn kennarinn okkar hafði greinilega mikið dálæti á hvítlauk, sem fór misvel í krakkana í bekknum. Einn af mínum bekkjarfélögum var orðheppinn, en fór stundum yfir strikið og jafnvel útum gluggann ef hann þurfti að flýja í skyndi. …

Grein: Ertu algjör sveppur?

Þetta orðatiltæki hefur verið notað í niðrandi tilgangi til að gera lítið úr fólki og stríða. Það er í sjálfu sér meiðandi og ekki til mikils sóma fyrir þann sem slíkt notar. Það er hins vegar staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum …

Grein: Að plata ónæmiskerfið

Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, …

Grein: Fótaóeirð

Hver kannast ekki við það að þurfa að rétta úr sér, ganga aðeins um og teygja, jafnvel skvetta fótunum aðeins til vegna óþæginda frá þeim, finna til náladofa eða verkja. Slíkt er í sjálfu sér afar algengt og alls ekki sjúklegt nema í sumum tilvikum, en þá getur það haft …