Um litblindu Litblinda er í raun ekki blinda heldur ástand sem lýsir sér í erfiðleikum við að greina á milli lita. Orsökin getur verið erfðagalli eða sjúkdómur í sjóntaug eða sjónu (e. retina) augans. Arfgeng litblinda er algengasta gerð litblindu og kemur fyrir hjá um 8% karla og 0,4% kvenna. …
Taugar eru eins konar rafmagnskaplar gerðir úr mörgum taugaþráðum milli miðtaugakerfis (heila og mænu) og hinna ýmsu líffæra líkamans. Sumar taugar eru hreyfitaugar eða útsæknar taugar, sem flytja boð frá miðtaugakerfinu, til dæmis boð til vöðva um að hreyfa sig, til kirtla um að seyta afurðum sínum eða til hjartans …
Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. …
Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að …
Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils. Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er …
Polycythemia er sjúklegt ástand sem hefur verið kallað rauðkornadreyri á íslensku. Eins og íslenska heitið gefur til kynna er um afbrigðileika í rauðkornum að ræða. Í flestum tilfellum er um að ræða óeðlilega fjölgun á rauðkornum og rauðkornmæðrum (frumur í blóðmerg sem þroskast í rauðkorn), en stundum getur það þó …
Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vatnsleysanlegra vítamína teljast B-vítamínin, …
Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um hörgulsjúkdóm má nefna …
Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg lög utan um …
Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn …
Hóstarkirtill eða týmus (e. thymus) eins og hann er einnig kallaður, tilheyrir ónæmiskerfi líkamans. Hóstarkirtill er í raun ekki réttnefni þar sem hann er ekki kirtill heldur bleikgráleitt, tvíblaða líffæri úr eitil- og þekjuvef og verður því heitið týmus notað í þessum texta. Týmusinn er að hluta til staðsettur í …
Tvær nýrnahettur (e. adrenal glands) eru í líkamanum, ein ofan á hvoru nýra. Þær eru þríhyrningslaga og eru rúmlega 1 cm á hæð og um 7,5 cm á lengd. Nýrnahettur eru innkirtlar, sem þýðir að þær mynda hormón. Hvor nýrnahetta er gerð úr tveimur meginhlutum, að utanverðu er svokallaður börkur …
Lífhimnubólga (e. peritonitis) er bólga í lífhimnunni, það er þunna vefnum sem þekur vegg kviðarholsins að innan og umlykur þannig öll líffæri í kviðnum. Ef sýking kemst í himnuna er allt kviðarholið í hættu, þar með talin öll innri líffærin. Til eru tvær gerðir lífhimnubólgu. Fyrsta stigs lífhimnubólga er þegar …
Þindin er þunnur vöðvi neðan á brjóstkassanum og skilur brjóstholið, með hjarta og lungum, frá kviðarholi með meltingarfærum. Hún er helsti öndunarvöðvi líkamans og sem slík stuðlar hún að öndunarhreyfingum sem leiða til inn- og útöndunar. Rifjavöðvar milli rifbeina eru einnig öndunarvöðvar. Þindin fær hreyfiboð frá þindartaugum sem tengjast öndunarstöð …
Blöðruhálskirtillinn tilheyrir æxlunarkerfi karla og er útkirtill, það er hann seytir vökva frá sér út í rásir. Hann er eins og kleinuhringur í laginu en er álíka stór og valhneta. Blöðruhálskirtillinn umlykur þvagrásina rétt neðan við þvagblöðruna. Hann liggur framan við endaþarminn og er hægt að þreifa á honum við …
Nýrnasjúkdómar eru margir og margs konar. Sumir koma fram strax við fæðingu á meðan aðrir birtast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Flestir nýrnasjúkdómar eru ekki arfgengir en flokka má þá arfgengu í sex almenna flokka. Í fyrsta flokki eru vanskapanir nýrna og annarra þvagfæra. Í öðrum flokki eru ýmsir blöðrusjúkdómar …
Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tveimur mismunandi myndum, T4 (þýroxín) og T3 (þríjoðóþýrónín). Tölurnar gefa til kynna hversu margar joðjónir eru í sameindunum en til að mynda skjaldkirtilshormón er nauðsynlegt að fá nóg af …
Offita er sívaxandi heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi og er stundum talað um offitufaraldur. Gjarnan er miðað við að fólk sé offeitt þegar svokallaður líkamsþyngdarstuðull (BMI) er kominn yfir 30 en nánar er fjallað um hann í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er BMI? Fituforði líkamans er undir langtímastjórnun …
Hér er einnig svar við spurningunni: Geta foreldrar sem bæði eru brúneygð átt bláeygt barn? Gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráða því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru …
Inngangur Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Í öllum fituvef og öðrum vefjum er svokallaður millifrumuvökvi en úr honum fá frumurnar næringu …
Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í umhverfinu. Blöðrur geta þó líka stafað af sjúkdómi eða kvilla. Hvernig myndast blöðrur? Blöðrur myndast undir húðþekjunni (e. epidermis). Þær eru venjulega kringlóttar að lögun og allt frá því að vera á stærð við …
Brennsla þessara orkuefna líkamans er nátengd og fer að miklu leyti fram eftir sömu efnaferlum. Að lokinni meltingu eru prótínin orðin að stökum amínósýrum, kolvetnin, eða sykrurnar, að einsykrum og fitan að fitusýrum og glýseróli. Þessi einföldu lífrænu efni berast til frumna líkamans og þar eru þau notuð til ýmissa …
Líkaminn getur reynt að koma í veg fyrir hitahækkunina með því að auka blóðflæði til húðar og útlima, en við það tapast varmi úr líkamanum, og/eða auka svitamyndunina eða bleyta húðina á einhvern annan hátt þannig að meira gufi upp frá okkur og varmi tapist. Sólstingur eða hitaslag er skyndileg …
Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þann hluta fitukirtils sem seytir húðfitu er að finna í leðurhúðinni og opnast hann inn í hársekkinn (þann hluta sem lítur út eins og flöskuháls), eða beint út á yfirborð húðarinnar. Húðfitan sem fitukirtlar …
Blæðingar kvenna tengjast starfsemi kynkerfis þeirra. Kynþroski stúlkna miðast við það þegar svokallaður tíðahringur fer í gang og í kjölfarið hefur stúlkan sínar fyrstu tíðablæðingar. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær fyrstu tíðir verða en meðalaldur er 12 ár. Misjafnt er eftir konum hversu tíðahringurinn er langur eða allt frá 24 …
Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út í rásir …
Turner-heilkennið er nefnt eftir lækninum Henry Turner sem uppgötvaði sjúkdóminn og lýsti honum árið 1938. Um er að ræða erfðagalla sem stafar af því að annan kvenkynlitning (X) vantar í konu. Ástæðan er sú að X-litning hefur vantað í annað hvort eggfrumu móðurinnar eða sáðfrumu föðursins. Konur með Turner-heilkenni, táknaðar …