Er maðurinn minn þunglyndur?

Spurning:
Ég er 58 ára kona og spurning mín er í því fólgin því hvort hugsanlegt sé að maðurinn minn sé þunglyndur. Hann sýnir afar sjaldan framtak sem viðkemur heimilimu og er ekki líkegur til að eiga uppástungu um að aðhafst neitt í því sambandi sem við gætum svo vel notið bæði. Hann notar sjónvarp mikið, fer snemma að sofa og stundum finnst mér að svefninn sé flótti frá leiða. Það skal fram tekið að hann mætir alltaf til vinnu og ef hörkuduglegur en kannski spilar inní að ég er alkahóisti sem hef nú verið þurr í 3og 1/2 ár og vissulega er margt sem tekur breytingum þegar sú staða er konin upp. Ég var ekki að drekka mörg ár en hvenig sen á því stendur fór það í taugarnar á honum og hann hefur eftir því sem líður á tímann minnkað sína drykkju og er kannski ekki ánægður með þeð.
Mér finnst maðurinn aldrei hress nema ef verið er að gera eitthvað sem honum líkar. Svo er hann  matvandur mað afbrigðum en ég er ekki lélegur kokkur, heldur þvert á móti og hef alið upp 3 karlmenn vel gerða og vel mentaða. Ég geri mér grein fyrir
að ég mun eiga hér einhvern þátt en get ekki komið auga á hann. Hann er einstrengislegur í kynlífi og ég er honum ekki það sem ég ætti að vera – þar finnst mér allar okkar athafnir vera frekar vélrænar en þær dugar honum en ekki mér. Ég er eins og margar konur ,,góður leikari" og finnst mér skrýtið að hann heldur að ég sé sú sem ávallt eigi að eiga upptökin en því er ég ekki sammála en get ekki dæmt það eins og og sá sem óhlutdrægur er.
Verst finnt mér hvað mér finnt hann líflaus við að taka til hendi heima og hafa gaman af því. Ég er mikil heimilismanneskja og elska fallegt heimili en hanns skítaþröskuldur er ansi hár ef hann fengi frið. Við eigum engin börn saman, en hann átti átti 27 ára hjónaband að baki þegar við kynnumst og var því lokið ári og meira fyrir okkar kynni og eins var með mig. Dætur hanns þrjár höfða ekki til mín og koma ekki til með að gera það. Mér finnst hanns dætur hafa of miklar skoðanir á því hvað aðrir eru að gera. Sjálfri nægir mér að vita hvað er í fréttum og fylgjast með mínum nánustu. Ef hægt væri að gefa mér einhver ráð væri það vel þegið. Afsakið þetta ruglingslega bréf en vonandi er hægt að lesa eitthvað af viti út úr því.
Kær kveðja

Svar:
Sæl.
Ekki get ég sagt á þessu hvort maðurinn þinn sé þunglyndur eða ekki.  Aftur á móti virðist hegðun hans ekki eðlileg eins og þú lýsir því.  Fyrir því geta verið margar ástæður, t.d. að hann leyfir sér að gera ekkert heima eða eitthvað slíkt.  Á bréfi þínu finnst mér aftur á móti að það eru margir hlutir sem þú ert ósátt við eins og kynlífið, áhugaleysi hans og aðgerðarleysi.  Ástæða þess að flest sambönd slitna er samskiptaleysi milli maka og þarf því að verka virk samskipti ykkar á milli.  Þið þurfið að ræða þau mál sem þið eruð ósátt við og í raun eigið þið kröfu á hvort annað að fá að ræða þessi mál.  Stundum lendir fólk í einskonar vítahring þar sem sömu málin eru rædd aftur og aftur án þess að leysast.  Þá þarf fólk einfaldlega að leita sér aðstoðar fagfólks.

Gangi þér vel.
Brynjar Emilsson sálfræðingur