Hvað er eðlilegur púla hár?
Góðan daginn,
Viðmiðunargildi hjartsláttar hjá fullorðnum einstakling er á bilinu 60-100 slög á mínútu og meðal hvíldarpúls á bilinu 50-80 slög á mínútu. Hafa skal í huga að hjartsláttur á það til að hækka við til að mynda áreynslu, veikindi, álag o.s.frv.
Ef skyndilegar breytingar verða á hjartslætti, taktur verður óreglulegur eða hækkun á tíðni í hvíld/minnstu áreynslu, er best að ráðfæra sig við lækni á heilsugæslu eða leita á bráðamóttöku.
Bestu kveðjur
Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur