Frjókorn og frjókornaofnæmi

Undir frjókornaofnæmi flokkast ofnæmi fyrir grasi, birki eða súrum (frjókorn af gróðri), og er þetta eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum.  Helsta tímabil frjókornaofnæmis á Íslandi er sumartíminn eða frá Júní og út Ágúst, en þessi tími getur þó verið breytilegur og ofnæmistímabilið byrjað fyrr og/eða varað lengur. Frjókornaofnæmi er ekki hættulegt en getur aftur á móti valdið þeim sem þjáist af því miklum ama, þá sérstaklega yfir hásumarið.

Greining
í flestum tilfellum er einfalt að greina frjókornaofnæmi. Annaðhvort er það gert með húðprófi þar sem ofnæmisvaldandi efni er sett á húð og efninu ýtt inn í húðina með lítilli nál. Eins er hægt að láta fólk anda að sér ofnæmsivaldandi efnum og mæla viðbrögðin með lungnaprófi.
Niðurstöður koma fljótt fram og í framhaldi getur læknir veitt ráðgjöf um meðferð.

Einkenni:

  • Kláði í augum
  • Rauð, bólgin augu
  • Stöðugt rennsli úr augum
  • Hnerrar
  • Kláði í nefi
  • Stöðugt nefrennsli
  • Slíflað nef
  • Þrútin slímhúð í nefi
  • Astmaeinkenni, hósti, mæði

Hvað er hægt að gera ?

Takmarka umgang við frjó :

  • Takmarka gróður í nánasta umhverfi
  • Fara í sturtu og skipta um föt eftir útiveru
  • Hafa glugga og dyr lokaða yfir mesta ofnæmistímabilið
  • Ekki hafa plöntur innandyra sem valda ofnæmi
  • Ekki þurrka þvott utandyra
  • Ekki láta barnavagna eða annað þessháttar standa úti í lengri tíma og safna á sig frjókornum
  • Fá aðra til að td. Slá og raka upp gras fyrir þig
  • Forðast mat sem er hár í histamínum (high histamin foods)

Önnur húsráð :

  • Saltvatns nefsprey eða Neti Pot til að skola út frjókornunum (1-2x á dag)
  • Bera feit krem undir nef og við nasir til að grípa frjókorn og draga þannig úr áhrifum

Lyfjameðferðir :

  • Andhistamin-lyf
    Eitt þeirra efna sem líkaminn myndar í ofnæmisviðbragði er histamín. Histamín er það efni sem veldur kláða í augum og nefi og með því að taka andhistamín-lyf má draga úr eða stöðva þau einkenni. Hægt er að fá andhistamín í töfluformi og sem augn- og nefdropa.
    Hægt er að fá einhverjar tegundir andhistamína í lausasölu án lyfseðils en þó er mælt með því að ráðfæra sig við lækni varðandi lyfjagjafir.
  • Fyrirbyggjandi lyfjameðferð
    Þarf alltaf að vera unnin í samráði við lækni en snýr að því að koma í veg fyrir miklar bólgur í nefslímhúð. Í flestum tilfellum er um að ræða bólgueyðandi nefsprey eða ofnæmis-hindrandi lyf.
  • Stíflulosandi neflyf
    Lyf sem draga saman háræðar í nefslímhúð og losa þannig um stíflur, eru mjög áhrifarík en má einungis nota í stuttan tíma í senn (7-10 daga). Undir þessi lyf flokkast t.d. Nexól, Nezeril, Otrivin o.fl. Þessi lyf er hægt að fá án lyfseðils en telji fólk sig þurfa að nota þau í lengri tíma en upp er gefið skal alltaf ráðfæra sig við lækni.

Greinar sem stuðst var við :

Heimasíða astma og ofnæmissamtakanna
https://www.ao.is/index.php/ofnaemi/frjokornaofnaemi

Heilsugaeslan.is
https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2020/04/30/Nokkur-rad-vid-frjoofnaemi/

Doktor.is

Höfundur greinar