Út að ganga

Við hvetjum þig til þess að fara í göngutúr í allavega 31. mínútu á dag alla 31. daga mánaðarins.  Hvort sem þú gengur, hleypur, hoppar, skoppar, eða valhoppar þá getur hreyfing í allavega 30 mínútur á dag haft margvísleg góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og bætt eða komið í veg fyrir ýmsa kvilla og sjúkdóma.

12 góð áhrif á heilsuna sem 30 mínútna ganga á dag getur haft.

 1. Minnkar líkur á hjartasjúkdómum
 2. Hjálpar til við að viðhalda líkamsþyngd
 3. Minnkar streitu og stress
 4. Eykur orkustigið hjá þér
 5. Bætir skapið þitt
 6. Bætir samhæfingu og jafnvægi
 7. Bætir lungnastarfsemi
 8. Minnkar líkur á krabbameinum
 9. Getur stuðlað að minni kvíða
 10. Minnkar líkur á að þróa með sér sykursýki
 11. Getur stuðlað að lækkun á of háum blóðþrýsingi
 12. Styrkir bein og vöðva

Skellum okkur út að ganga

Höfundur greinar