Algengar ástæður bakverkja tengda vinnu geta verið:
- Of mikið álag á bakið. Líkamsstaða er mikilvæg. Þegar þú lyftir þungum hlutum er mikilvægt að fara nálægt hlutnum sem á að lyfta upp, beygja hné og herpa saman magavöðva. Nota vöðvana í fótum til að standa upp. Halda hlutnum sem verið er að lyfta upp nálægt líkamanum. Passa að fetta ekki uppá bakið eða snúa uppá það þegar þú lyftir hlutnum upp. Fáðu hjálp frá samstarfsmanni ef hluturinn er of þungur fyrir þig að lyfta upp.
- Endurtekning. Endurteknar hreyfingar, sérstaklega þær sem fela í sér snúning geta valdið bakmeiðslum. Notaðu hjálpartæki þegar þau eru til staðar. Reyndu að blanda saman yfir daginn líkamlega erfiðum verkefnum og verkefnum sem eru minna líkamlega krefjandi. Ef þú vinnur við tölvu, passaðu uppá að skjár, lyklaborð mús og stóll séu rétt stillt og í góðri vinnuhæð.
- Lítil hreyfing. Að sitja við skrifborð allan daginn getur valdið bakverkjum sérstaklega ef ekki er passað vel uppá vinnustöðu og stuðning við bakið. Veittu vinnustellingum þínum athygli. Veldu stól sem styður vel við mjóbakið þegar þú situr. Stilltu hæð stólsins þannig að fætur þínir hvíli flatir á gólfinu.
Ef þú þarft að sitja lengi er mikilvægt að muna að standa upp með reglulegu millibili og ganga aðeins um og teygja á vöðvum til að minnka vöðvaspennu.
Aðrir hlutir eins og aldur, líkamsþyngd og líkamlegt ástand geta haft mikil áhrif á hversu líkleg við erum til að finna til bakverkja. Það að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og passa að fá nóg að kalki og D vítamíni getur komið í veg fyrir bakmeiðsli ásamt því að stunda reglulega þol- og styrktaræfingar fyrir bak og kvið.
Höfundur greinar
Sigríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur
Allar færslur höfundar