Óreglulegar blæðingar/þvagfærasýking?/sveppasýking?

Fyrirspurn:

Hæ ég er komin 40 daga fram yfir og síðast fór ég bara á blæðingar í 1 dag. Viku seinna fór ég síðan aftur í svona 5 mínútur..  Ég veit ekki hvort það sé eðlilegt. Ég hætti á pillunni fyrir svona 2 mánuðum rúmlega og þetta eru einu blæðingarnar (þessi eini dagur) sem ég hef haft síðan þá. Erum samt ekki búin að vera reyna neitt bara var alveg sama.. Ég tók óléttupróf fyrir 5 dögum og það var neikvætt.
Finnst þetta samt skritið!

En annað sem ég var að spá í. Síðasta fimmtudag (27. sept)og föstudagsmorgun (28.sept) þegar ég pissaði  var ég með svona sviða eða skritna tilfinningu eins og ég þyrfti ennþá að pissa þegar ég var búin (á erfitt með að lýsa því) og mér fannst þetta ekki eðlilegt og ætlaði að reyna að fá tíma hjá lækni þá, heimilislækni eða kvennsjúkdómalækni en fékk ekki og svo hætti þetta líka á föstudeginum. Þvagið var líka dekkra en venjulega og ég er búin að vera með sotla útferð alla síðstu viku, samt misikla… Á sunnudaginn flutti ég svo til Englands og núna (2. okt) var sviðinn að koma aftur og það er frekar erfitt fyrir mig að leita til læknis þegar ég er svona nýflutt hingað… Vonandi getið þið hjálpað 🙂

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Blæðingar geta oft verið óreglulegar eftir að konur hætta á pillunni – það getur tekið líkaman nokkra mánuði jafnvel að koma á reglulegum blæðingum aftur.  Ef þú hefur ekki byrjað á blæðingum eftir viku myndi ég samt taka aftur þungunarpróf.
 
Varðandi hin einkennin þá finnst mér þetta geta bent til þvagfærasýkingar, sviði og óþægindi við þvaglát og sú tilfinning að vera ekki að tæma blöðruna geta einmitt bent til þess.  Þú þarf að fylgjast vel með þessum einkennum, hvort þú færð hita eða verki.  Reyna að drekka vel, einnig getur trönuberjasafi hjálpað ef þvagfærasýking er væg.  Annars verðurðu að leita til læknis.
Aukin útferð getur tengst að enn er óregla á hormónunum hjá þér eftir að þú hættir á pillunni en einnig getur sviði á þessu svæði og illa lyktandi útferð bent til sveppasýkingar.  Það ætti þó ekki að orsaka þá tilfinningu að þú sért ekki að tæma blöðruna.  Ef um sveppasýkingu er að ræða er hægt að kaupa krem og stíla í apóteki ( pevaryl eða canesten) sem getur hjálpað.
Annars ráðlegg ég þér að leyta til læknis ef þetta heldur áfram og þú ert óörugg með þetta.
 
Kveðja,

Kristín Svala Jónsdóttir,
Hjfr. og ljósmóðir