Komdu út

Nú er vorið rétt handan við hornið og tilvalið að drífa sig út að leika, anda að sér fersku lofti og láta vorsólina ylja sér í framan

Hér eru nokkrar einfaldar  hugmyndir fyrir þá sem vilja nota tækifærið og breyta til í sinni hreyfingu eða þá sem eru að fara af stað

Ganga eða hlaup

Það er ákaflega einfalt að reima á sig skó og fara út í göngutúr. Það þarf ekki endilega að hlaupa til þess að það skili árangri, rösk ganga í fersku lofti hefur ótal jákvæð  áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Gæta þarf að því að vera í þægilegum skóm og ætla sér ekki of langt í einu til að byrja með. Hægt er að nota tækifærið og hlusta á eitthvað skemmtilegt  en góður félagsskapur í göngu er ennþá betri ef þess er kostur.

Sund

Margir sem hreyfa sig að staðaldri mega af einhverri ástæðu ekki hlaupa eða finnst ganga eða hlaup ekki skemmtilegt. Fyrir þessa einstaklinga er sund tilvalin íþrótt, bæði til þess að koma sér í form og eins til að stunda skemmtilega tómstundaiðju. Á Íslandi er auðvelt að komast í sund þar sem nóg er af heitu vatni. Til að hafa einhverja viðmiðun við ákvörðun hve mikið þarf að synda til þes að  er einfaldast að styðjast við fjölda mínútna og/eða metra.

Hjól

Þeim sem eiga hjól á fullorðinsaldri hefur fjölgað gríðarlega og á sama tíma fjölgar göngu og hjólreiðastígum.  Með því að hjóla daglega t.d. í og úr vinnu í stað þess að taka bíl eða strætó er hægt að slá nokkrar flugur í einu höggi, fá hreyfingu, ferskt loft og draga úr umhverfismengun. Mundu bara eftir hjálminum og að sýna öðrum vegfarendum tillitssemi.

Höfundur greinar