Thyroxin og meðganga

Fyrirspurn:

Sæl
Hvaða áhrif hefur það á fóstrið ef móðirinn tekur skjaldkirtilslyfið Euthyrox á meðgöngu? Las að það gæti valdið skjaldkirtilsstækkun hjá því og ef svo er hvaða áhrif hefur það á barnið þegar það fæðist?

Svar:

Sæl,

Thyroxin (Euthyrox) er í áhættuflokki A hvað varðar inntöku á meðgöngu og við brjóstagjöf. Þetta er vægasti flokkurinn og þýðir að rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nokkurn skaðleika lyfsins við notkun þess á meðgöngu. Þá hefur verið sýnt fram á að lyfið berst ekki yfir fylgju móðurs til barns. Í samantekt á eiginleikum lyfs kemur fram; Halda á meðferð með levótýroxíni áfram á meðgöngu og sérstaklega við brjóstagjöf. Það er jafnvel þörf á stærri skömmtum á meðgöngu.

Þú þarft því engar áhyggjur að hafa að lyfið skaði barnið þitt og þaðan af síður að hætta inntöku þess. Ég myndi telja að upplýsingarnar sem þú hefur séu ekki á rökum reistar miðað við þá fagþekkingu sem er til staðar í dag.

__________________________________
Þórir Benediktsson
Lyfjafræðingur