Undarlegar hægðir hjá 5 mánaða?

Spurning:
Ég á 5 mánaða gamla dóttur og nú er hún farin að fá graut og stundum banana eða krukkumat. Ástæðan fyrir því að ég byrjaði að gefa henni graut rúmlega 3 mánaða var að hún þyngdist mjög illa þó svo að brjóstamjólkin var alltaf næg. Hægðirnar eru nú orðnar þéttari í sér. En nú hef ég áhyggjur af því að hægðirnar eru vægast sagt undarlegar. Þær eru með fullt af svörtum örfínum þráðum í. Þetta líkist smáum þráum úr garni sem dreifast út um allar hægðirnar. Getur þetta verið eitthvað sem hún hefur borðað t.d. kemur svona eftir að hafa borðað banana eða er þetta merki um að eitthvað hættulegt sé á ferð. Af því að hún hefur þyngst illa hef ég verulegar áhyggjur af þessu.

Svar:
Það verður að teljast hæpið að svona þræðir í hægðunum séu úr matnum sem barnið borðar og ef þetta er búið að vera svona í meira en einn til tvo daga ættirðu endilega að láta lækni skoða barnið og senda frá henni hægðir í ræktun.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir