Aðsvif

 

Ég er 74 ára karlmaður kvæntur og hef á undanförnum þremur árum fengið aðsvif c.a einu sinni á ári. Þetta gerir engin boð á undan sér ég missi meðvitund í eina til tvær sek. og hníg niður gjörsamlega máttvana í líkamanum. Stundum hef ég þó ekki mist meðvitund heldur sljógvast og mist allan mátt hnigið niður. Ég er með háþrýsting en er á lifjum gegn því og þá er hann í lagi (þrýstingurinn) Kenni mér aldrei neinns meins á eftir, rís strax upp jafn góður og fyrr, enginn þreyta, enginn höfuðverkur, engar sjóntruflanir, bragð og lykt sem fyrr, sem sagt enginn eftirköst, þetta er samt slæmt ástand. Ég passa vel upp á að drekka vatn borða hollan mat hreifa mig reglulega er í kjörþyngd og líður raunar mjög vel dags daglega. Hvað er til ráð?
Bestu kveðjur og fyrirfram þökk.
HH.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

 

Það eru margar ástæður sem gætu valdið þessu, misalvarlegar. Þessi einkenni er eitthvað sem þarf að skoða betur og taka alvarlega. Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá lækni og þið skoðið heildarmyndina í sameiningu.

 

Gangi þér vel,

 

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur