Er það rétt að áfengi þykki blóðið ?
Hef oft heyrt hið gagnstæða.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurninina.
Áfengi hefur slæm áhrif á hjarta og blóðrás. Það getur valdið skemmdum á frumum hjartans og blóðrásartruflunum. Eftir því sem vínandamagn í blóði eykst þykknar blóðið og streymir því tregar um grennstu háræðar. Súrefni berst með blóðinu til vefja líkamans og tregt blóðstreymi getur því valdið súrefnisskorti í vefjum líkamans. Þessi súrefnisskortur bitnar fyrst og fremst á heilanum, sem þarfnast í sífellu mikils súrefnis til að geta starfað eðlilega.
Áfengi getur líka haft þau áhrif að hækkun verður á blóðþrýstingi, það eykur líkur á heilablóðfalli, það verða breytingar á rauðum blóðkornum og hlutfall af blóðflögum verður lágt.
Gangi þér/ykkur vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.