Áhrif líkama á GSM?

Fyrirspurn:

Getur verið að líkaminn sendi frá sér eitthvað sem getur ruglað gsm síma ? Á dóttur sem er búin að eiga 2 síma og þeir frjósa alltaf. Var að velta því fyrir mér hvort það gæti  verið eitthvað sem orsakar þetta ?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á farsímanotkun og möguleg áhrif þeirra á líkamann ( þá helst vegna rafsegulbylgna) og eru niðurstöður úr þeim misvísandi.

Ég hef ekki heyrt um rannsóknir varðandi það að síminn verði fyrir áhrifum frá mannfólki.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða