Akstur í myrkri/ bílljós á móti blinda

Góðan dag. Ég er í vandræðum með að aka bíl í myrkri (enn verra i myrkri og regni) Eg er reyndar og hef alltaf verið náttblind en núorðið ber svo við að í myrkr blinda mig öll bílljós umferðar á móti. Vikar eins og allar bifreiðar sèu með háu ljósin. Al vest er þetta á óupplýstum vegum úti á landi en þar sé ég varla og ekki umferðamerki eða hvítu línur vegarins ef bifteið kemur á móti mér í myrkri. Stefmir í að ég verði að hætta að aka bíl í nattmyrkri.
Mér þætti afar vænt um ef þið vilduð segja mér hvað veldur þessu og hvort e.h. er til ráða annað en að hætta að keyra í myrkri.

Með fyrifram þökk og bestu kveðju.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Vandamálið sem þú ert að lýsa er vel þekkt og mjög jákvætt að þú sért að reyna að bregðast við því. Sumir finna fyrir þessu frá unga aldri en aðrir verða varir við þetta eða finnst þetta versna með hækkandi aldri. Orsakir eru margþættar en nærsýni og ský á augasteini eru algegng dæmi og oft er hægt að draga úr þessu með réttri meðferð t.d. með betri gleraugum. Ég ráðlegg þér eindregið að fara í sjónpróf og/eða panta tíma hjá augnlækni til þess að fá skoðun og mat á mögulegri orsök og þá hvort eitthvað annað sé til ráða en að hætta að aka í myrkri.

Ég set líka tengil á ágæta umfjölllun um þetta vandamál sem birtist á Vísindavefnum 

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur