Alka-Seltzer

Spurning:

Hvers vegna er Alka-Seltzer ekki leyfilegt í sölu hér á landi?

Svar:

Margir hafa furðað sig á því hvers vegna Alka-Seltzer er ekki fáanlegt í apótekum á Íslandi. Ýmsar kenningar hafa skotið upp kollinum um ástæðu þess s.s. að óleyfileg hjálparefni séu að finna í lyfinu eða jafnvel að lyfið innihaldi svefnlyf eða önnur ámóta ávanabindandi lyf. Því miður er svarið ekki eins krassandi! Ástæðan fyrir því að Alka-Seltzer er ekki fáanlegt hérlendis er einfaldlega sú að aldrei hefur verið sótt um skráningu og markaðsleyfi fyrir lyfinu. Eins og gildir með önnur lyf og náttúrulyf þarf að sækja um skráningu og markaðsleyfi fyrir Alka-Seltzer til Lyfjanefndar ríkisins áður en hægt er að selja lyfið í apótekum. Hvers vegna aldrei hefur verið sótt um skráningu á lyfinu er hins vegar aðeins á færi umboðsmanns lyfsins að svara.

Til eru ýmsar tegundir af Alka-Seltzer, allavega 11 gerðir, sem innihalda mismunandi blöndur af verkjastillandi-, hitalækkandi-, sýrubindandi-, ofnæmis- og kveflyfjum. Hvaða gerð er notuð fer síðan eftir því hvaða kvilla á að meðhöndla hverju sinni.

Eftirfarandi eru dæmi um Alka-Seltzer tegundir, innihaldsefni og við hverju hver tegund er notuð:

Heiti:Innihaldsefni:Notað við:1. Alka-Seltzerâ Aspirin, Citricsýra, Natríumbíkarbónat Hita, meltingarfæratruflunum og verk 2. Alka-Seltzer
Advanced Formulaâ
ParasetamólHita og verk3. Alka-Seltzer Antacidâ Natríumbíkarbónat, Citricsýra, KalíumbíkarbónatMeltingarfæratruflunum4. Alka-Seltzer with Aspirinâ Aspirin, Natríumbíkarbónat, CitricsýraGigt, meltingarfæratruflunum, til blóðþynningar og verk.5. Alka-Seltzer
Effervescent Tabletsâ
Aspirin, Natríumbíkarbónat, CitricsýraMikilli magasýru6. Alka-Seltzer Plus ColdâFenýlprópanólamín, Klórfeníramín, AspirinKvefi, nefrennsli7a. Alka-Seltzer Plus Cold & Coughâ (töflur)Fenýlprópanólamín, Klórfeníramín, Dextrómetorfan, AspirinHósta og kvefi7b. Alka-Seltzer Plus Cold & Coughâ (hylki)Pseudóefedrín, Klórfeníramín, Dextrómetorfan, ParasetamólHósta og kvefi8a. Alka-Seltzer Plus Night-Time Coldâ (hylki) Doxýlamín*, Pseudóefedrín, Dextrómetorfan, ParasetamólHósta og kvefi8b. Alka-Seltzer Plus Night-Time Coldâ (töflur)Fenýlprópanólamín, Dextrómetorfan, Brómfeníramín, AspirínHósta og kvefi9. Alka-Seltzer Plus Sinusâ Fenýlprópanólamín, AspirínVökvasókn í efri loftvegum10. Alka-Seltzer Plus Sinus Allergyâ Fenýlprópanólamín, Aspirín, BrómfeníramínEinkennum í efri loftvegum11. Alka-Seltzer XSâAspirín, Parasetamól, CaffeinHöfuðverk

Öll þessi innihaldsefni eru skráð á Íslandi og finnast sem virk efni í ýmsum öðrum sérlyfjum nema doxýlamín*. Því ætti fátt að vera í fyrirstöðu fyrir því að fá samþykki Lyfjanefndar fyrir Alka-Seltzer ef sótt yrði um skráningu lyfsins hérlendis.

Kveðja,
Torfi Rafn Halldórsson,
lyfjafræðingur