Allt um festumein.

Hvað er festumein, hvernig lýsir það sér, hvernig er það greint, og hvað er gert við því?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Bólgur í eða við sinar sem hafa það hlutverk að festa vöðva við bein eru kallað Festumein. Bólgurnar geta stafað af álagi, meiðslum eða undirliggjandi bólgusjúkdómum en stundum er orsökin óþekkt.  Algengasta staðsetningin er við olnboga og axlir en þetta getur komið fram annars staðar þar sem mikið álag er á liðamótum eða sinafestum.  Festumein lýsir sér fyrst og fremst sem verkur sem kemur fram sérstaklega við álag en einnig snertingu. Meðferð felur í sér hvíld en þó er mikilvægt að hreyfa liðinn til að viðhalda liðleika. Bólgueyðandi lyf geta hjálpað og í sérstökum tilfellum getur þurft að sprauta sterum í vefinn. Venjulega gengur þetta yfir á nokkrum vikum, sjaldan meira en hálft ár ef þess er vel gætt að hvíla og forðast frekari meiðsl.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur