Amfetamín í blóði

Fyrirspurn:

Halló. Ég tek það fram að ég er ekki að spyrja fyrir sjálfa mig en hvernig er það ef að manneskja hefur tekið inn amfetamín eina nótt, hvað er það lengi að fara úr líkamanum? Hvað mælist það lengi (uppá fíkniefnaprufu?)

Með fyrirframm þökk. Kveðja

Aldur:
19

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Amfetamín virkar fljótt í líkamanum og útskilst í þvagi.   Helmingunartími  þess er 12 klst. því greinist það í þvagi í 1-3 daga eftir neyslu.  Það fer eftir sýrustigi þvagsins hversu lengi það er greinanlegt.

Með kveðju,
Sigríður P. Arnardóttir
Lyfjafræðingur