Spurning:
Við hjónaleysingjarnir erum í alvarlegum skilnaðarhugleiðingum. Við eigum eitt tveggja ára strák og munum, ef til skilnaðar kemur, búa í sitt hvorum landshlutanum. Við höfum verið að íhuga þann möguleika að hann búi hjá okkur til skiptis, hugsanlega mánuð og mánuð í þess. Spurning mín er þessi; er þetta fyrirkomulag gott fyrir barnið okkar eða væri æskilegra fyrir hann að hann hefði fast aðsetur hjá öðru hvoru okkar?
Svar:
Góðan dag – ég myndi svara þessu þannig að auðvitað er það allt í lagi næsta árið eða svo. En þegar barnið stækkar verður ekki gott fyrir það hreint félagslega að búa í sitt hvorum landshlutanum. Það mun koma róti á alla hluti, t.d. leikskólann sem örugglega verður ekki ánægður, tengsl við önnur börn sem ekki geta myndast einn mánuð í senn og öryggiskennd barnsins sem tengist meðal annars því að eiga sér fasta "rútínu" frá degi til dags. Það gengur vel hjá foreldrum að hafa svona fyrirkomulag, deilda búsetu barns viku eða mánuð í senn, ef þau búa í sama bæjarfélagi, sveitarfélagi og helst í sama hverfi þar sem leikskóli, skóli og félagabönd eru þau sömu. En ekki ef búið er í tveimur landshlutum. Þá er betra að barnið hafi fasta búsetu hjá öðrum en sæki hitt heim skv ákveðinni áætlun. En best er ef foreldrar geta búið í sama landshluta og bæjarfélagi eins og fyrr segir.
Kveðja Þórhallur Heimisson.