Barna bólusetning

Hverjar voru skyldubólusetningar 1968

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Á vef landlæknis má sjá  yfirlitsskjal yfir þær skipulögðu bólusetningar sem hafa verið í gangi hér á landi frá því þær hófust til 2016.

Þar má sjá að árunum 1966 -1973 var almennt sprautað fyrir bólusótt, barnaveiki, stífkrampa, kíkhósta og mænusótt.

Á þessu tímabili var byrjað að sprauta fyrir mislingum og rauðum hundum en það var ekki algilt.

Upplýsingar um eigin bólusetningar frá árinu 2000 finnur þú á þínum síðum á Heilsuvera.is en allar upplýsingar fyrir það eiga að vera til í pappírum á þinni heilsugæslu eða þeirri heilsugæslu sem sá um þínar bólusetningar þegar þú varst barn.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur