Beinmar

Ég lenti í tognun á ökla og eftir segulóm rannsóknir kom í ljós Beinbjúgur/Beinmar í malleolus lateralis.
Það eru litlar upplýsingar um hvað þetta er nákvæmlega og væri áhugavert að vita meira um hvernig beinmar virkar og hvað sé best að gera við því.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Beinmar eru meiðsl á yfirborði beinsins. Beinmar er dýpra meiðsli en venjulegur marblettur en ekki eins djúp meiðsli og sprunga í beininu eða brot. Þetta gerist oft á beinum sem liggja grunt eins og t.d. í ökklanum. Beinmar getur varað frá nokkrum dögum uppí nokkra mánuði. Það fer eftir því hversu alvarlegt þetta er hve langur batinn er og hvaða meðferð er best. Oft dugar að hvíla staðinn, kæla hann og taka verkjalyf. Ef það er bólga í kringum staðinn er gott að hafa hátt undir honum til að draga úr bólgunni.

Ég fann tvær góðar greinar um þetta sem ég læt fylgja með hér og hér, þær eru reyndar á ensku en gætu verið góð lesning til viðbótar við svarið hér.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur