Fyrirspurn:
Jæja þá, ég er með MIKIÐ vesen. Og er orðin virkilega þreytt á þessu þar sem þetta er farið að há mér á svo marga vegu.
Ég byrjaði á Depo-Provera getnaðarvörninni fyrir ca.2 árum. Ástæðan fyrir því að ég fór á þetta var því ég fékk mjög þungar og miklar blæðingar og svo þvílíka verki að ég lá í rúminu í 7-8 daga, fór ekki í skóla né vinnu. En auðvitað líka sem getnaðarvörn.
Fyrir u.þ.b 4 mánuðum fór ég svo allt í einu á túr, hafði ekkert verið neitt á túr á meðan ég var á sprautunni nema kannski bara oggupons nokkra daga í mánuði, en ég fór þarna á mjög óreglulegar blæðinga, skiptust á að vera miklar og litlar, stundum stoppuðu þær í 1-2 daga og komu svo aftur. Núna, 4 mánuðum síðan er ég ENNÞÁ á þessum BLESSAÐA TÚR! Þetta er núna á hverjum degi og ég þarf að nota 4-5 bindi á dag! Ég ákvað að taka ekki seinasta skammtinn minn af Depo sem átti að vera 20.mars, en það hefur ekki breytt neinu! Fyrir utan það að kramparnir eru komnir aftur. Ég hef líka verið með slæma hægðatregðu(6 mánuði) en ég veit ekki hvort það sé tengt þessu, en það getur ekki verið tengt hreyfingu né mataræði því það er í fullkomnu lagi.
Aldur:
19
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl,
Ég held að það sé ráð að þú farir til kvensjúkdómalæknis og látir skoða þig og fá ráð varðandi áframhaldandi meðferð. Þú þarft kanski að fara á aðra getnaðarvörn og það ákveður kvensjúkdómalæknir (heimilislæknir) í samráði við þig og þín vandamál.
Það er til ýmislegt um Depo-Provera getnaðarvörnina á Doktor.is (notaðu leitina) en best er að fá persónulega skoðun og mat.
Varðandi hægðatregðu þá er það vel að þú stundir hreyfingu og mataræðið sé í góðu lagi, en passaðu einnig að vökvainntaka (vatn) sé ríkuleg. Einnig getur þú bætt við trefjum og leysandi fæði eins og t.d. sveskjur og appelínusafi.
Með bestu kveðju og gangi þér vel,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is