Blóð rannsókn

Hvað þýðir for stig Granulocyta

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Granulocytar eru kyrningar og eru þeir algengasta tegund hvítra blóðkorna í blóðrásinni. Þetta eru tegundir ofnæmisfrumna sem hefur litlar agnir með ensímum sem losna m.a. við sýkingar og ofnæmisviðbrögð. Þeir skiptast í  daufkyrninga, eósínófíla og basófíla. Venjulega myndast kyrningar að fullu í beinmergnum áður en þeir fara í blóðrásina. Ef óþroskaðar kyrningar finnast í blóðrásinni gæti það þýtt að það sé vandamál í beinmergnum. Það gæti einfaldlega bent til viðbragða á fyrstu stigum við sýkingu.

Erfitt er að svara hvað forstig Granulocyta þýðir í þessu samhengi, ég hvet þig til þess að hafa samband við þinn lækni varðandi frekari útskýringar á þessu.

Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur.