Eftir samfarir tókum við eftir að 3 blóðdropar voru í laki þegar limur var dreginn út. Þetta er mjög greinilegt. Ekki er um blóð úr konunni að ræða. Hún er hætt blæðingum og hefur aldrei fundið neitt koma frá leggöngum af þessu tagi eftir að blæðingum lauk. Ég er 56 ára. Getur þetta verið tengt blöðruhálskirtli? Þetta hefur gerst x2 áður nýlega, en við stundum mjög oft kynlíf.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Slímhúðir kvenna geta orðið viðkvæmari og þynnri eftir tíðahvörf vegna hormónabreytinganna sem verða á líkama konunnar. Þetta má lesa meira um hér
Þegar kynlíf er stundað getur slímhúð konunnar því orðið viðkvæm og blætt frá henni. Þú segir að þið stundið oft kynlíf sem gæti ýtt undir þetta. Ég myndi telja líklegast að þessir blóðdropar í lakinu væru af þessum orsökum. Það er hinsvegar líka mikilvægt fyrir karlmenn að láta lækni kíkja á blöðruhálskirtilinn reglulega eftir því sem þeir eldast og því ráð fyrir þig að láta meta þig hafir þú ekki gert það áður.
Það gæti verið athugandi fyrir ykkur að skoða að nota sleipiefni til þess að minnka líkurnar á að þetta gerist.
Gangi ykkur vel,
Kveðja
Sigríður Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur