BLÓÐPRUFA

Góða kvöldið.
Mig langar að fá ráð varðandi útkomu úr blóðprufu hjá 23 ára einstakling.
Geturðu bent okkur á hvað er til ráða varðandi inntöku vegna skorts í blóði, eða hvort heimilislæknir eigi að svara þessu enn það eru rúmar 3 vikur í tima til hans. Úr blóðprufu kom eftirfarandi D vítamín 18,7 viðmið 50-150 sem er auðvitað langt undir eðlilegum mörkum og auðvitað alls ekki í lagi. Ferritin er 20 viðmið er 15 til 150 , B12 178 viðmið segir 142-725
Folat 3,8 viðmið 6-34 , FE (járn) 11 viðmið segja 10-32 Var að ath með skjaldkyrtil enn það reyndist allt í lagi.

Með bestu kveðjum

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Niðurstöður úr blóðprufu þarf að lesa í samhengi við annað sem verið er að skoða svo það er varasamt að ráðleggja ykkur án þess að vita meir, t.d. um mögulega skýringar á þeim frávikum sem fram koma, mataræði og undirliggjandi sjúkdóma.

Honum ætti þó að vera óhætt að taka inn Dvítamín en það er nokkuð sem er almenn ráðlegging til allra sem búa hér á landi þar sem við erum fæst að ná að borða nægilegt magn í nútíma mataræði og sólin er af skornum skammti. Ég læt fylgja tengil á umfjöllun af síðu landlæknis um D vítamín

Flestir heimilislæknar bjóða upp á símatíma eða samskipti í gegnum Heilsuveru  sem skjólstæðingar heilsugæslu eru hvattir til þess að nýta sér sérstaklega þegar löng bið er eftir tíma. Ég hvet ykkur til þess að reyna þá leið til þess að fá frekari aðstoð

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur