Blöðrubólgueinkenni

Er með einkenni sem lýsa sér eins og blöðrubólga en þegar ég tæmi blöðruna fæ ég straum sem leiðir fram í fingur þetta líkist einna helst sterkum sviða

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þegar einstaklingar fá blöðrubólgu skiptir megin máli að drekka vel af vökva, einnig er sniðugt að drekka trönuberjasafa. Stundum getur þurft að fá sýklalyf við blöðrubólgu. Ég myndi ráðleggja þér að heyra í heimilislækninum þínum.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur