Mig langar að vita hvort blóðþynningarlyf geti haft þannig áhrif á mann að maður fái hitakóf? nú hef ég verið á breytingaskeiðinu um það bil 3 ár, fékk blóðtappa í lungu fyrir jól og hitakófið hefur eiginlega komið aftur, var búið að minnka mikið. Nú þarf ég að vera á blóðþynningarlyfi næstu 6 mán. og þess vegna spyr ég getur blóðþynningarlyfið valdið áframhaldandi hitakófi? kv.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Blóðþynningarlyf eiga ekki að hafa aukin áhrif á svitamyndun né áhrif hitatemprun eða hitastig líkamans.
Hins vegar ef þú ert að taka önnur/annað lyf samhliða gætu milliverkanir þeirra lyfja hugsanlega haft áhrif á hitatemprun líkamans.
Hér eru nokkur atriði sem eru sögð hafa áhrif á og geta hrint af stað hitakófi:
- sterkur matur
- koffín eða áfengi
- reykingar
- að fá hita
- kvíði og stress
- krabbameinsmeðferðir
- ýmis lyf
- ýmsir sjúkdómar eða heilsufarsvandamál, eins og ofvirkur skjaldkirtill, sykursýki og berklar
Mismunandi getur verið milli kvenna í hve langan tíma (mánuðir/ár) þær glíma við hitakóf tengt breytingaskeiði en ef þú ert einnig að upplifa vanlíðan samliða þessum hitakófum ráðlegg ég þér að heyra í lækni varðandi það.
Gangi þér vel,
Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur