bólga i hægri hendi

hver gæti verið ástæðan.
Karlmaður 73 vaknar á morgnana með bólgna fingur og hendi upp að olboga . Virðist eins og klemma undir handakrika.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef einkennin eru eingöngu þegar þú vaknar er ekki ólíklegt að þú sofir og lengi í sömu stellingu ofan á handleggnum. Ef þú getur þarftu að reyna að skipta um stellingu og mögulega gæti gagnast að hafa aukakodda undir hendinni til þess að lyfta henni upp og draga úr bjúgmyndun.

Ef þetta dugar ekki eða einkennin halda áfram skaltu ráðfæra þig við lækni

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur