Bólgur i yljumAf

bólgur og doði i tábergi yl og hæl doti upp að hné á vinstra fæti. Sárt að birja að ganga (Geng 2 til 5 km þrisvar til fjórusinnum i viku)

79 ára karl hress að öðruleiti

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta hljómar miðað við lýsingar eins og tábergssig. Má segja í raun að dempararnir undir ilinni séu að gefa sig. En með aldrinum fer sinavefur tábergs að gefa of mikið eftir og fituvefur undir táberginu þynnist en við það þá síga tábergsliðir niður og tábergið verður þ.a.l. flatara og eykur það álagið sem lýsir sér sem verkur/doði og þreyta undir táberginu.

Ég mæli með að þú farir í göngugreiningu og þá er hægt að ráðleggja þér með innlegg og tábergspúða.

Gangi þér vel,

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.