Bólusetningar

Spurning:


Góðann daginn.

Málið er að ég er að fara til Ítalíu í nám og verð þar næstu 6 mánuðina.

Þarf ég enhverjar sérstakar sprautur til að koma í veg fyrir sjúkdóma og önnur veikindi?

Kv.
BB

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég myndi ráðleggja þér bólusetningu gegn lifrarbólgu A og B en það er yfirleitt ráðlagt fyrir þá sem dveljast lengi eða ferðast oft til fjarlægra landa.

Lifrarbólguveira A finnst í menguðu vatni og stundum í mat en smitleiðir lifrarbólgu B er við kynmök og blóðblöndun.

Þar sem þú ert aðeins 22 ára er ekki alveg kominn tími á endurnýjun á stífkrampabólusetningu, sem er eftir 2 ár. Ekkert sem mælir þó á móti því að gera það strax.

Þú getur einnig ráðfært þig við heimilslækni eða farið á næstu heilsugæslustöð og fengið góð ráð.

Bestu kveðjur og gangi þér vel í námi og á nýjum, spennandi stað!

Unnur Jónsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur