Hvaða tilgangi þjónar brisið
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Í stuttu máli er brisið kirtill sem framleiðir bæði hormón og meltingarsafa og flokkast því bæði sem út- og innkirtill. Útkirtilshluti brissins sér um að framleiða brissafann sem seytist út í garnirnar og sér um að melta fæðusameindir. Innkirtilshluti birssins framleiðir hormónin glúkagon og insúlín sem bæði hafa með sykurstjórnun líkamans að gera.
Gangi þér vel
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur