Brjóstaminnkun

Góðan daginn.
Er eitthvað aldurstakmark hvenær maður getur farið í brjóstaminnkun.
T.d. 67 ára?

Takk fyrir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Brjóstaminnkun er eitthvað sem flestar konur fara í af heilsufarsástæðum og hafa þá tilvísun frá lækni þar að lútandi. Ástæðan er oftast nær áhrif of stórra brjósta á bak og hrygg og getur þessi ákvörðun verið tekin óháð aldri konunnar. Ef kona vill getur hún farið á eigin vegum í brjóstaminnkun þó að engin sérstök heilsufarsástæða liggi að baki ákvörðuninni en þá stendur hún straum af öllum kostnaði sjálf.

Best er að fá ráðgjöf og viðtal hjá lýtalækni til þess að fá skoðun og mat á hvaða valkostir eru fyrir hendi. Aldur er þannig einn og sér ekki fyrirstaða heldur almenn heilsa og aðrir persónulegir þættir sem geta haft áhrif.

Gangi þér vel