Spurning:
Hver er munurinn á brjóstaminnkun og brjóstalyftingu? Ég er fertug að aldri og er með frekar stór brjóst þannig að ég hef verið að velta fyrir mér í hverju munurinn er fólgin fyrir utan að brjóstaminnkun er mér að kostnaðarlausu en ekki brjóstauppbygging. Kveðja
Svar:
Komdu sæl.
Munurinn er hvort það þarf að minnka brjóstin verulega þannig að ef það þarf að fjarlægja ca 500 grömm af hvoru brjósti er það brjóstaminnkun sem er greidd af ríkinu. Í brjóstalyftingu er stundum bara lyft, og stundum lyft og minnkað aðeins, svo er líka til að það sé lyft og settir púðar.
Best er að sjá þig á stofu og meta hvar þú fellur inn í þetta, 563-1060 í Domus Medica.
Kær kveðja Ottó