brjóstsviði

ráið við brjóstsviða

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Ég mun kasta fram nokkrum ráðum við brjóstsviða sem gætu verið hjálpleg:

– Sofa með hærra undir höfði og forðast að borða 2-3 klst fyrir svefn

– Sofa á vinstri hlið

– Hægt er að fá brjóstsviðalyf í apóteki

– Forðast að beygja sig, leggjast eða stunda íþróttir/æfingar stuttu eftir máltíð

– Klæðast víðum (ekki of þröngum) fötum

– Forðast reykingar, áfengi og tópak

– Ýmsar matartegundir geta ýtt undir brjóstsviða eins og feitur og kryddapur matur, sítrus ávextir, kaffi, súkkulaði, mjólk, laukur og fleira.

– Drekka matarsóda blandað við vatn

– Tyggja tyggjó, en það hvetur framleiðslu munnvatns sem skolar sýrunni niður í maga

– Ef brjóstsviðinn er mikill og fátt sem virkar á hann, er gott að heyra í heimilislækninum sínum og fá ráðleggingar

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur