Cipramil á meðgöngu?

Spurning:

Hvað er cipramil lengi að fara úr líkamanum? Ég hef tekið 20 mg annan hvern dag, stundum daglega.

Hvað um þennan skammt á meðgöngu, er einhver reynsla af því?

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Innihaldsefni Cipramils, cítalópram, er útskilið úr líkamanum að mestu með lifrinni en einnig með nýrunum. Styrkur efnisins í blóði helmingast á um það bið einum og hálfum sólarhring. Þannig að eftir viku til hálfan mánuð er styrkur efnisins orðinn mjög lítill. Þess má geta að cítalópram brotnar niður í önnur efni í líkamanum og sum þeirra eru virk sem serótónínupptöku hemlar en ekki eins virk og cítalópram. Ég tel að þessi önnur efni séu ekki til vandræða.

Ekki er mælt með að taka lyfið á meðgöngu eða við brjóstagjöf.

Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur