clostrediun diff

Hvað er clostredium diff

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Clostridium difficile er baktería sem hægt er að finna allsstaðar í umhverfinu, í jarðveg, andrúmslofti, vatni, hægðum frá mönnum og dýrum og einhverjum matvælum eins og t.d. unnum kjötvörum. Clostridium difficile bakterían er í þarmaflóru einstaklinga og ef bakterían nær að fjölga sér og mynda eiturefni veldur hún sýkingu og einstaklingurinn fær niðurgang og bólgur í ristil. Sýkingin getur verið af völdum eigin ristilflóru einstaklingsins og kemur hún þá oftast í kjölfar sýklalyfjanotkunar eða að smit hefur borist milli manna. Greinist einstaklingur með C. Diff að þá er mjög mikilvægt að hann sé einangraður strax og fyllsta hreinlætis gætt til að bera þetta ekki á milli manna. C. Diff getur gengið yfir án meðferðar en yfrileitt eru gefin sýklalyf í 7 til 10 daga til að eyða bakteriunni.

Ég vona að þetta svari einhverju fyrir þig en læt fylgja með slóðir á áhugaverðar greinar um C.diff og hægt er að finna fullt af fróðleik um C. Diff á netinu.

https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Sjuklingar-og-adstandendur/Sjuklingafraedsla—Upplysingarit/Lyflaekningasvid/1_NidurgangurvoldumClostridiumDifficile.pdf

https://www.nhs.uk/conditions/c-difficile/

https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/c-difficile/symptoms-causes/syc-20351691

Gangi þér vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur