Doði í munni/vörum

Góðan dag
er búin að vera með doða í vörunum og munni í 2-3 daga núna aðeins í tungu hvað gæti þetta verið ?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið margar ástæður sem valda doða í munni. Svo sem ofnæmi fyrir frjókornum eða mat,B12 vítamínskortur,sum lyf, tannskemmd,sár í munnholi,lágur blóðsykur og einkenni frá heila-og taugakerfi. Ef einkenni vara lengur en nokkrar klukkustundir eða koma endurtekið fram skaltu leita til læknis. Yfirleitt eru þetta þó ekki alvarleg einkenni.

 

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur

 

,