Eftirköst af Covid

Góðan dag.
Hve algengur er slappleiki eftir að hafa sýkst af Covid? Ég er eldri borgari og fékk þetta vægt – en mánuði eftir útskrift er ég enn mjög slöpp og þarf að hvíla mig. Hvel lengi varir þetta yfirleitt?
Bestu kveðjur.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja hve lengi þetta varir yfirleitt þar sem það er enn verið að rannsaka eftirköst eftir Covid sýkingu.

En sumir sem jafnvel fá væga Covid sýkingu hafa verið í vikur og upp í mánuði að jafna sig samkvæmt sóttvarnarráði Bandaríkjanna (CDC

Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af heilsu þinni mæli ég með að þú leitir til þíns heimilislæknis.

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur