Ég er með slitgigt, má ég taka ákv. lyf?

Spurning:
Ég er með slitgigt og var að lesa viðvörun á lyfi sem ég tek við of háum blóðþrýstingi (Tabl.Diovan comp.) þar er meðal annars bent á að fólk með gigt eigi ekki að taka lyfið. Er ég að gera illt verra með því að taka lyfið.

Svar:
Þessi viðvörun á við um ákveðna tegund gigtar en alls ekki slitgigt. Það er því allt í lagi fyrir þig að taka þetta lyf áfram.

Með kveðjuStarfsfólk Gigtarlínu