Einkirningasótt – hvenær smitberi?

Spurning:
Sonur minn 10 ára gamall er með einkirngasótt.
Ég hef ekki getað fengið svar við spurningu minni sem er: Hvenær á ferlinu er hann smitberi?

Svar:
Börnin eru smitandi skömmu áður en þau veikjast og síðan í marga mánuði því veiran finnst lengi í munnvatninu.

Kveðja, Þórólfur