Endajaxlar

Ef endajaxlar hafa ekki verið fjarlægðir þar sem þeir liggja djúpt, hafa aldrei komið upp né valdið vandamálum í góm svo tekið sé eftir og virðast meinlausir við skoðun hjá tannlækni. Geta þessir jaxlar valdið heilsufarsvandamáli eins og t.d krónískum hósta, óútskýrðum blóðtöppum í bláæðum og lungum, hækkuðum augnþrýstingi, gláku og óþægindum í augum eða öðrum heilsufarsvandamálum?

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það hafa engar rannsóknir sýnt fram á orsakasamhengi á milli þessara þátta. Þrátt fyrir að stundum finnist manni eins og allt sé til undir sólinni, þá eru þetta það ólíkir þættir að ég myndi halda að eitthvað annað en endajaxlar séu að valda þessum einkennum. Sé þetta samsafn heilsufarsvandamála hjá þér þá hvet ég þig til að halda áfram leitinni að bata.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur