Ensím

Góðan dag! Mig langar að fá upplýsingar um Ensím, hvað þýðir það þegar Ensím eikst í líkamanum??Sonur minn var í hjartaþræðingu í Noregi og það mælist meira og meira Ensím í honum??

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Það eru til margar gerðir af ensímum/hvötum í líkamanum.

Mér finnst líklegast að hjartaensímin tróponín (TNT) og CKMB hafi hækkað hjá syni þínum fyrst að hann þurfti að fara í hjartaþræðingu, en þau efni blóðinu eru oftast mæld en þau losna frá hjartavöðvafrumum við súrefnisþurrð/hjartadrep eins og verður við kransæðastíflu.

Það er eðlilegt að þau hækki nokkrum klst eftir að stíflan er tekin, en svo falla þau niður aftur.

Gangi ykkur vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur