Er hægt að gera eitthvað?

Hvað getur gerst ef maður drekkur of mikið borðedik?

sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Borðedik er oft á tíðum notað í matargerð í hæfilegu magni. Það er ekki bragðgott eitt og sér og þannig erfitt að neyta þess óþynntu í miklu magni. Edik er í grunninn ætandi efni og hefði þá líklega ertandi áhrif á slímhúðir í meltingarveginum. Allar frekari upplýsingar getur þú fengið á eitrunarmiðstöð LSH 

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur