er það krabbamein

Góðan dag mig langar svo að vita meningioma sem er góðkynjaheila æxli er það krabbamein?

Meningioma er yfirleitt flokkað með krabbameinum þó tæknilega sé það ekki krabbamein.  Þetta er yfirleitt staðbundið æxli sem vex mjög hægt á löngum tíma. Æxlisfrumur dreifa sér sem sagt ekki um líkamann eins og í öðrum krabbameinum. Algengasta meðferðin er að bíða og fylgjast með. Stundum þarf þó að gera aðgerð þar sem æxli er fjarlægt eða hluti þess sem hægt er að komast vel að og einstaka sinnum er geislameðferð beitt en krabbameinslyf eru ekki notuð.

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur