Ég er 67ára kona sem þjáist af svefnleysi sem byrjaði við tíðarhvötj sem urðu seint hjá mér síðustu blæðingar við 59ára aldur. Áður átti ég auðvelt að sofa . Nú er ég búin að reyna eitt annað. Fyrst imovan sem virkar ágætlega en ég vil bara taka það í neyð. Sobril 5 mg virkaði vel í fyrstu en ekki lengur. Læknirinn gaf mér amitritypline 10mg 2 tímum fyrir háttatíma hef ekki notað það nægilega lengi til að meta árangurinn.
Var að koma frá LA og keypti mér melatónín sem virkaði svona líka vel ,sofnaði fljótt og svaf vel og lengi. En eftir heimkomu virkað þetta bara alls ekki eins vel og í LA hver getur verið skýringin á því ?
Má taka eitthvað af þessum fyrr greindum lyfjum með melatóníni ?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspunina
Melatónin er hormón sem við framleiðum sjálf og stjórnast framleiðslan að miklu leyti af birtu. Melatónin er ekki selt í lausasölu á Íslandi svo ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við lækninn þinn varðandi samspilið við önnur lyf sem þú ert að taka. Hér er tengill frá lyfjastofnun um Melatónín og hvers vegna það er ekki selt í lausasölu og svo er hér góður fróðleikur um hvernig Melatónín virkar.
Að lokum langar mig til þess að benda þér á heimasíðu betri svefns en þar eru fagaðilar sem hafa getað aðstoðað marga í svipuðum vanda.
Gangi þér vel
GuðrúnGyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur