ESBL

Hæhæ
Getur einhver útskýrt ESBL á mannamáli (ófræðilegu máli). Ég er starfsmaður á Landspítala og sé þær ráðstafanir sem gerðar eru hjá sjúklingum sem leggjast inn með ESBL. Þegar ég skoðaði svo mínar eigin heilsufarsupplýsingar í gegnum vinnuna tók ég eftir að ég hafi greinst árið 2014 með ESBL smitandi veiru. Nú man ég ekki einu sinni eftir að mér hafi verið tjáð þetta á þeim tíma eða þá að það hafi þótt það ómerkilegt og lítið gert úr því. En hér á Landspítalanum eru mjög strangar reglur um sjúklinga með ESBL. Þarf ég að láta yfirmann vita? Er eitthvað sem ég þarf að vita? þar sem ég skil ekki þessar fræðilegu útskýringar á ESBL.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég hvet þig til þess að hafa samband við sýkingavarnir á landspítalanum, þau geta leiðbeint þér með framhaldið.

Gangi þér vel,

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur