Fækkun hvítra blóðkorna?

Spurningin

46 ára – kona

Góðan daginn,

mig vantar að fá að vita hvað getur orsakað að barn sé með allt of lítið af hvítum blóðkornum og hvaða afleiðingar það getur haft ?

Með fyrirfram þakklæti,

amma barnsins

Svar:

Blessuð.

Svarið við þessari spurningu er of flókið til að því sé hægt að svara í stuttu máli. Það geta verið margar ástæður fyrir fækkun hvítra blóðkorna og hvítu blóðkornin skiptast í margar undirtegundir.

Læknir barnsins verður að svara þessum spurningum.

Kveðja

Þórólfur Guðnason, barnalæknir