Fíkniefnapróf

Í fíkniefnapróf sem selt er í apóteki er mæling á OPI (ópióða). Hvaða lyf gæt orsakað að það komi jákvætt á prófið?
Gæti þunglyndislyfið Esopram 10 mg orsakað það?
Kærar þakkir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ópíóðar finnast gjarnan í sterkum verkjalyfjum svo sem morfíni og morfín skyld lyf.

Þetta eru alltaf lyf sem er ávísað af lækni en sum þeirra eru samt sem áður tiltölulega algeng eins og parkódín og parkódín forte.

Vægt magn af ópíóðum geta fundist í valmúafræum (svörtu birkifræin).

Esopram inniheldur ekki opíóða.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur