fitubjúgur

hvernig fær maður fitubjúg greindan og hvað er til ráða

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Fitubjúgur (lipoedema) er óeðlileg fitusöfnun  frá nára og læri og niður á ökla og stundum fylgir þessu sogæðabjúgur.  Fitubjúgur kemur oft fram í tengslum við hormónabreytingar ss kynþroska, þungun eða tíðahvörf.   Fyrsta greining er í höndum heimilislæknis sem getur sent viðkomandi áfram til innkirtla-eðg æðalæknis ef þörf þykir.

Það er engin lækning til en ýmis ráð til að halda niðri einkennum og felast þau í sérstöku sogæðanuddi, þrýstisokkum og vafningum,æfingum og mataræði.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur